Nítján umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps í Rangárvallasýslu. Viðkomandi tekur við starfinu af Nönnu Jónsdóttur. Sex konur og þrettán karlar sækja um stöðuna. Umsækjendurnir eru eftirfarandi:
Anna Greta Ólafsdóttir
Eiríkur Ragnarsson
Guðmundína Ragnarsdóttir
Guðmundur Ágúst Ingvarsson
Gunnar Björnsson
Gunnar E. Sigurbjörnsson
Gunnólfur Lárusson
Kristján Bjarnar Ólafsson
Linda Björk Hávarðardóttir
Magnús Gísli Sveinsson
Matthías Sigurður Magnússon
Ólafur Jón Ingólfsson
Sigurður Jónsson
Sigurður Torfi Sigurðsson
Valtýr Valtýsson
Þorbjörg Gísladóttir
Þórður Valdimarsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Þuríður Gísladóttir
Ásahreppur er vestast í Rangárvallasýslu. Hreppurinn varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra. Ásahreppi sjálfum var skipt í tvennt 1. janúar 1936 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi en sá efri hélt nafninu óbreyttu. Í dag búa um 250 manns í Ásahreppi. Sveitarstjóra staðan er 50 – 60 % starf.
