Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 09:00 Aðstæður við björgun drengjanna í hellinum voru mjög erfiðar. vísir/ap Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30