Ísland ástæðan fyrir því að Króatía gæti náð einstökum árangri í HM-sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson lætur Dejan Lovren finna fyrir sér í leik liðanna á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. Vísir/Ernir Króatar, góðkunningjar íslenska fótboltalandsliðsins, eru komnir alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi eftir sigur á enska landsliðinu í gær. Ísland var tvisvar á vegi Króata á leið þeirra í þennan úrslitaleik, fyrst í undankeppninni og svo aftur í riðlakeppninni á mótinu sjálfu. Það er einmitt árangur íslenska liðsins á móti Króatíu í undankeppninni sem gæti hjálpað Króötum að ná einstökum árangri í HM-sögunni. Króatar eru nefnilega aðeins annað liðið í sögu HM sem kemst alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa verið fyrst í sínum riðli í undankeppninni.#OJOALDATO#Rusia2018 - Croacia #CRO es la PRIMERA SELECCIÓN en TODA la historia de la Copa del Mundo que alcanza la final tras haber disputado una eliminatoria de repesca en la fase de clasificación (fue segunda de su grupo tras Islandia y tuvo que eliminar a Grecia). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Íslenska landsliðið vann riðilinn sinn þökk sé góðum endaspretti og 1-0 sigri á Króötum á Laugardalsvellinum sumarið 2017. Króatar þurftu því að fara í umspilið þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Grikkjum. Aðeins eitt annað lið hefur komist alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Þjóðverjar gerðu slík í HM-keppninni 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Þýska liðið tapaði hinsvegar 2-0 í úrslitaleiknum á móti Ronaldo og félögum í brasilíska landsliðinu. Þýska landsliðið varð í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002 en þann riðil unnu Englendingar. Þjóðverjar slógu Úkraínu út í umspilinu. Króatar geta því, þökk sé íslenska landsliðinu, skrifað nýjan kafla í HM-sögunni vinni þeir heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Ekkert lið hefur unnið heimsmeistaratitilinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Króatísku leikmennirnir eru þegar búnir að ná sögulegum árangri í króatískri knattspyrnu með því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti. Hvort þeir fari alla leið á móti gríðarlega sterku frönsku liði kemur síðan í ljós í Moskvu eftir þrjá daga. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Króatar, góðkunningjar íslenska fótboltalandsliðsins, eru komnir alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi eftir sigur á enska landsliðinu í gær. Ísland var tvisvar á vegi Króata á leið þeirra í þennan úrslitaleik, fyrst í undankeppninni og svo aftur í riðlakeppninni á mótinu sjálfu. Það er einmitt árangur íslenska liðsins á móti Króatíu í undankeppninni sem gæti hjálpað Króötum að ná einstökum árangri í HM-sögunni. Króatar eru nefnilega aðeins annað liðið í sögu HM sem kemst alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa verið fyrst í sínum riðli í undankeppninni.#OJOALDATO#Rusia2018 - Croacia #CRO es la PRIMERA SELECCIÓN en TODA la historia de la Copa del Mundo que alcanza la final tras haber disputado una eliminatoria de repesca en la fase de clasificación (fue segunda de su grupo tras Islandia y tuvo que eliminar a Grecia). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Íslenska landsliðið vann riðilinn sinn þökk sé góðum endaspretti og 1-0 sigri á Króötum á Laugardalsvellinum sumarið 2017. Króatar þurftu því að fara í umspilið þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Grikkjum. Aðeins eitt annað lið hefur komist alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Þjóðverjar gerðu slík í HM-keppninni 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Þýska liðið tapaði hinsvegar 2-0 í úrslitaleiknum á móti Ronaldo og félögum í brasilíska landsliðinu. Þýska landsliðið varð í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002 en þann riðil unnu Englendingar. Þjóðverjar slógu Úkraínu út í umspilinu. Króatar geta því, þökk sé íslenska landsliðinu, skrifað nýjan kafla í HM-sögunni vinni þeir heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Ekkert lið hefur unnið heimsmeistaratitilinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Króatísku leikmennirnir eru þegar búnir að ná sögulegum árangri í króatískri knattspyrnu með því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti. Hvort þeir fari alla leið á móti gríðarlega sterku frönsku liði kemur síðan í ljós í Moskvu eftir þrjá daga.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira