Besta byrjun íslensks liðs í Meistaradeildinni í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 16:00 Valsmenn fagna sigurmarki sínu í gær. Vísir/Bára Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira