Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2018 19:30 Kolbrún Baldursdóttir Skjáskot úr frétt Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00