Kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heltist úr lestinni í dag og á nær engan möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna nema hún eigi framúrskarandi dag á morgun. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira