Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 09:15 Þessi mynd hefur vakið mikla reiði í Bretlandi Hvíta húsið „Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans. Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
„Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans.
Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36