Luka Modric var valinn besti maður heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Hann hefði þó líklega skipt þeim verðlaunagrip út fyrir gullpening um hálsin, en Króatar töpuðu úrslitaleiknum við Frakka.
„Það er ekki erfitt að tapa en við getum verið stoltir af því. Við gerðum okkar besta og vorum betra liðið meirihluta leiksins,“ sagði Modric að leik loknum.
„Við fengum á okkur óheppileg og klaufaleg mörk.“
Mario Mandzukic skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Króatar fengu dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi Ivan Perisic í teignum. Ekki eru allir sérfræðingar sammála um að þetta hafi átt að vera víti.
„Ég er mjög stoltur af því að hafa verið valinn bestur og vil þakka liðsfélögum mínúm því án þeirra gæti ég ekki hafa unnið.“
Modric: Við vorum betri meirihluta leiksins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
