Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Tiger Woods. vísir/getty Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira