Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 07:10 Elon Musk lofaði í síðustu viku að hætta vera grimmur á samfélagsmiðlum. Vísir/getty Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02