Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 08:06 Justine Greening segir að enginn sé sáttur með samkomulagið sem liggur fyrir þinginu. Vísir/getty Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21