Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 14:30 Pelé skoraði tvö í úrslitaleiknum á móti Svíþjóð árið 1958. vísir/getty Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu. Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958. Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again... // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente...#WorldCupFinalhttps://t.co/GYWfMxPn7p — Pelé (@Pele) July 15, 2018 Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn. Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“ Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu. Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958. Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again... // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente...#WorldCupFinalhttps://t.co/GYWfMxPn7p — Pelé (@Pele) July 15, 2018 Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn. Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“ Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00
Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00