Haraldur byrjar snemma á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 14:00 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira