Brexit-samtökin brutu kosningalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 07:18 VoteLeave-samtökin voru helstu stuðningsmenn Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/getty Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38