Að sama skapi verður fremur hæg norðlæg átt í dag og léttskýjað um vestanvert landið en skýjað og stöku skúrir austantil. Sólskinið staldrar hins vegar ekki lengi við hjá höfuðborgarbúum þar sem á morgun snýst í suðlæga átt. Þá mun þykkna upp með deginum og fer að rigna annað kvöld, en léttskýjað verður þá um landið norðanvert.
Svo snýst aftur í norðlæga átt á fimmtdag og rofar til sunnanlands en gera má ráð fyrir stöku skúrum fyrir norðan. Hitinn verður á svipuðu róli alla vikuna, frá 7 stigum og allt upp í 18 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart, en þykknar upp sunnan- og vestanlands og fer að rigna um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, bjart með köflum en stöku skúrir norðaustantil síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og rigning, en þurrt um landið norðaustanvert fram eftir degi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt og rigning eða skúrir en léttir til á Suðausturlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast suðaustantil.
Á sunnudag:
Suðvestan eða breytileg átt og víða dálítil væta. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austanlands.
Á mánudag:
Austlæg eða breytilegri átt og víða dálítil rigning eða skúrir. Hiti 7 til 13 stig.