Strandgæsla Líbíu sögð hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 17:51 Önnur konan og ungbarnið voru dáin þegar sjálfboðaliða bar að garði. Vísir/AP Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi. Flóttamenn Líbía Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi.
Flóttamenn Líbía Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira