Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 11:58 Strákarnir á blaðamannafundinum sem nú fer fram. vísir/ap Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36
Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58