Cheyenne Woods elskar Ísland: Hvaleyrarvöllur er mjög töff Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:00 Cheyenne Woods er í 225. sæti heimslistans í golfi S2 Sport Bandaríski atvinnukylfingurinn Cheyenne Woods er stödd hér á landi þar sem hún tók þátt í góðgerðamóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG á Hvaleyrarvelli í gær. Woods á nokkuð frægan frænda sem keppir á Opna breska meistaramótinu um helgina. „Ég elska Ísland enn sem komið er. Ég hef heyrt svo mikið um það frá Ólafíu og það er gott að geta komið hingað. Ferðin hefur verið frábær til þessa,“ sagði Woods við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á Hvaleyrarvelli í gær. „Völlurinn er mjög fallegur. Alveg við sjóinn og byggður á hrauninu sem er mjög töff. Ég er mjög spennt fyrir því að prófa völlinn og upplifa íslenskt golf,“ sagði Woods. Hún spilaði á Hvaleyrarvelli í gær ásamt Ólafíu Þórunni og þremur öðrum atvinnukylfingum af LPGA og fjölda íslenskra kylfinga. Samtals söfnuðust þrjár milljónir króna til styrktar Umhyggju á mótinu í gær. Woods spilaði sitt fyrsta ár á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hún hefur enn ekki náð að sigra á mótaröðinni en tvisvar verið á meðal 10 efstu. Hún og Ólafía Þórunn hafa náð vel saman og er vel til vina. „Hún er frábær kylfingur, alveg síðan í háskólagolfinu. Það var mjög fallega gert af henni að bjóða okkur hingað til Íslands og hún er frábær gestgjafi,“ sagði Woods um Ólafíu. Faðir Cheyenne er hálfbróðir eins þekktasta og sigursælasta kylfings heims, Tiger Woods. Tiger er á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hófst á Carnoustie vellinum í Skotlandi í morgun. Tiger hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli.. Hann hefur leik á Opna breska klukkan 14:21 að íslenskum tíma. „Ég held hann eigi góðan möguleika á sigri. Hann er að spila mjög gott golf og mikið af fólki er spennt fyrir honum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með Tiger á risamóti svo þetta verður spennandi vika,“ sagði Cheyenne Woods. Opna breska meistaramótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30 Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Bandaríski atvinnukylfingurinn Cheyenne Woods er stödd hér á landi þar sem hún tók þátt í góðgerðamóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG á Hvaleyrarvelli í gær. Woods á nokkuð frægan frænda sem keppir á Opna breska meistaramótinu um helgina. „Ég elska Ísland enn sem komið er. Ég hef heyrt svo mikið um það frá Ólafíu og það er gott að geta komið hingað. Ferðin hefur verið frábær til þessa,“ sagði Woods við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á Hvaleyrarvelli í gær. „Völlurinn er mjög fallegur. Alveg við sjóinn og byggður á hrauninu sem er mjög töff. Ég er mjög spennt fyrir því að prófa völlinn og upplifa íslenskt golf,“ sagði Woods. Hún spilaði á Hvaleyrarvelli í gær ásamt Ólafíu Þórunni og þremur öðrum atvinnukylfingum af LPGA og fjölda íslenskra kylfinga. Samtals söfnuðust þrjár milljónir króna til styrktar Umhyggju á mótinu í gær. Woods spilaði sitt fyrsta ár á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hún hefur enn ekki náð að sigra á mótaröðinni en tvisvar verið á meðal 10 efstu. Hún og Ólafía Þórunn hafa náð vel saman og er vel til vina. „Hún er frábær kylfingur, alveg síðan í háskólagolfinu. Það var mjög fallega gert af henni að bjóða okkur hingað til Íslands og hún er frábær gestgjafi,“ sagði Woods um Ólafíu. Faðir Cheyenne er hálfbróðir eins þekktasta og sigursælasta kylfings heims, Tiger Woods. Tiger er á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hófst á Carnoustie vellinum í Skotlandi í morgun. Tiger hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli.. Hann hefur leik á Opna breska klukkan 14:21 að íslenskum tíma. „Ég held hann eigi góðan möguleika á sigri. Hann er að spila mjög gott golf og mikið af fólki er spennt fyrir honum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með Tiger á risamóti svo þetta verður spennandi vika,“ sagði Cheyenne Woods. Opna breska meistaramótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30 Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30
Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00