Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 12:22 Vigdís Hauksdóttir er nýkomin úr stuttu sumarfríi. Henni gremst að borgarstjóri sé farinn í sumarfrí fyrir fund borgarráðs í dag. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins sem situr í borgarráði, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún segir borgarstjóra annaðhvort kjarklausan eða slá málum á frest. Vigdís, sem sjálf er nýkomin úr sumarfríi sem var „stutt, snarpt og skemmtilegt“ að hennar sögn, boðaði á þriðjudaginn til þess að fjallað yrði um þrjú grafalvarleg mál á fundi borgarráðs í dag að ósk stjórnarandstöðunnar. Ætlaði hún að krefja borgarstjóra svara vegna nýlega álits umboðsmanns Alþingis varðandi heimilislausa, nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Öll þrjú málin hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur.Gengið var framhjá Ástráði Haraldsson við ráðningu borgarlögmanns að mati kærunefndar jafnréttismála.vísir/anton brinkMálin umdeildu Í áliti umboðsmanns kom fram að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Í nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var felld úr gildi áminning fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Var dómurinn harðorður í garð Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, og hún sögð sýna undirmanni sínum óvirðingu ef ekki lítilsvirðingu. Þá var minnt á að undirmenn væru ekki dýr í hringleikahúsi. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá borginni vegna málsins en fengið þau svör að borgin tjái sig ekki um mál einstakra starfsmanna. Þá kvað kærunefnd jafnréttismála upp þann úrskurð á dögunum að Reykjavíkurborg hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og rétt karla og kvenna við ráðningu borgarlögmanns í ágúst í fyrra. Ebba Schram var valin fram yfir Ástráð Haraldsson en bæði eru hæstaréttarlögmenn. Reykjavíkurborg taldi Ebbu hæfari en kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af því sem óskað var eftir af umsækjendum að Ástráður væri hæfari til starfans.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.Boðar langan fund Vigdísi segir málin þrjú mjög umdeild og þau séu „algjör áfellisdómur“ yfir störfum meirihlutans á síðasta kjörtímabili. „Annað hvort er borgarstjóri kjarklaus maður að vilja ekki svara fyrir þessi mál á fundinum eða þá hitt að slá á málunum á frest því æðstu embættismenn borgarinnar,“ segir Vigdís. Staðgengill borgarstjóra sé vanhæfur í seinni tveimur málununum. „Það er ljóst að nýkjörinn formaður borgarráðs fær storminn í fangið á sínum fyrstu vikum í starfi - svo virðist vera að hún sitji uppi með að þurfa að svara fyrir ótrúlega valdbeitingu gamla meirihlutans sem hefur verið dæmdur af vekum sínum hjá hvorki meira né minna en þremur aðilum sem tekið hefur verið mikið mark á í samfélaginu hingað til,“ segir Vigdís. „Þetta verður langur fundur - svo mikið er víst !!!“Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Borgin braut jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns Reykjavíkurborg þótti ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar þegar kona var ráðin. 12. júlí 2018 14:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins sem situr í borgarráði, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún segir borgarstjóra annaðhvort kjarklausan eða slá málum á frest. Vigdís, sem sjálf er nýkomin úr sumarfríi sem var „stutt, snarpt og skemmtilegt“ að hennar sögn, boðaði á þriðjudaginn til þess að fjallað yrði um þrjú grafalvarleg mál á fundi borgarráðs í dag að ósk stjórnarandstöðunnar. Ætlaði hún að krefja borgarstjóra svara vegna nýlega álits umboðsmanns Alþingis varðandi heimilislausa, nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Öll þrjú málin hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur.Gengið var framhjá Ástráði Haraldsson við ráðningu borgarlögmanns að mati kærunefndar jafnréttismála.vísir/anton brinkMálin umdeildu Í áliti umboðsmanns kom fram að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Í nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var felld úr gildi áminning fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Var dómurinn harðorður í garð Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, og hún sögð sýna undirmanni sínum óvirðingu ef ekki lítilsvirðingu. Þá var minnt á að undirmenn væru ekki dýr í hringleikahúsi. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá borginni vegna málsins en fengið þau svör að borgin tjái sig ekki um mál einstakra starfsmanna. Þá kvað kærunefnd jafnréttismála upp þann úrskurð á dögunum að Reykjavíkurborg hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og rétt karla og kvenna við ráðningu borgarlögmanns í ágúst í fyrra. Ebba Schram var valin fram yfir Ástráð Haraldsson en bæði eru hæstaréttarlögmenn. Reykjavíkurborg taldi Ebbu hæfari en kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af því sem óskað var eftir af umsækjendum að Ástráður væri hæfari til starfans.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.Boðar langan fund Vigdísi segir málin þrjú mjög umdeild og þau séu „algjör áfellisdómur“ yfir störfum meirihlutans á síðasta kjörtímabili. „Annað hvort er borgarstjóri kjarklaus maður að vilja ekki svara fyrir þessi mál á fundinum eða þá hitt að slá á málunum á frest því æðstu embættismenn borgarinnar,“ segir Vigdís. Staðgengill borgarstjóra sé vanhæfur í seinni tveimur málununum. „Það er ljóst að nýkjörinn formaður borgarráðs fær storminn í fangið á sínum fyrstu vikum í starfi - svo virðist vera að hún sitji uppi með að þurfa að svara fyrir ótrúlega valdbeitingu gamla meirihlutans sem hefur verið dæmdur af vekum sínum hjá hvorki meira né minna en þremur aðilum sem tekið hefur verið mikið mark á í samfélaginu hingað til,“ segir Vigdís. „Þetta verður langur fundur - svo mikið er víst !!!“Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Borgin braut jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns Reykjavíkurborg þótti ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar þegar kona var ráðin. 12. júlí 2018 14:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Borgin braut jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns Reykjavíkurborg þótti ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar þegar kona var ráðin. 12. júlí 2018 14:45