Þjálfari Rosenborg rekinn daginn eftir að leggja Valsmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júlí 2018 15:39 Kåre Ingebrigtsen er orðinn atvinnulaus. vísir/getty Noregsmeistarar Rosenborg hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16.45 að íslenskum tíma vegna brottreksturs Kåre Ingebrigtsen, þjálfara liðsins. Frá þessu greinir félagið á heimasíðu sinni. Þetta gerist aðeins einum degi eftir að Rosenborg rétt komst í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í seinni leik liðanna. Markið sem kom Rosenborg áfram var heldur betur umdeilt og mega Noregsmeistararnir teljast heppnir að hafa komist áfram. Rosenborg er í toppbaráttunni að vanda í norsku úrvalsdeildinni með 33 stig, tveimur stigum á eftir Brann þegar að helmingurinn af mótinu er eftir. Þrátt fyrir það er búið að sparka Ingebrigtsen.Kåre Ingebrigtsen er ferdig som trener i Rosenborg. https://t.co/QjffBrHvKe — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 19, 2018 Hann tók við Rosenborgar-liðinu árið 2014 þegar að stórveldið í Þrándheimi var ekki búið að vinna Noregsmeistaratitilinn síðan 2010. Hann sneri við gengi liðsins og vann deildina 2015, 2016 og 2017 eða öll árin sem hann hefur stýrt liðinu. Kåre Ingebrigtsen verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus en þessi 52 ára gamli þjálfari var áður aðstoðarþjálfari VIking og aðalþjálfari Bodö/Glimt og Ranheim. Matthías Vilhjálmsson er leikmaður Rosenborgar og fær nú nýjan þjálfara. Norðurlönd Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Noregsmeistarar Rosenborg hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16.45 að íslenskum tíma vegna brottreksturs Kåre Ingebrigtsen, þjálfara liðsins. Frá þessu greinir félagið á heimasíðu sinni. Þetta gerist aðeins einum degi eftir að Rosenborg rétt komst í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í seinni leik liðanna. Markið sem kom Rosenborg áfram var heldur betur umdeilt og mega Noregsmeistararnir teljast heppnir að hafa komist áfram. Rosenborg er í toppbaráttunni að vanda í norsku úrvalsdeildinni með 33 stig, tveimur stigum á eftir Brann þegar að helmingurinn af mótinu er eftir. Þrátt fyrir það er búið að sparka Ingebrigtsen.Kåre Ingebrigtsen er ferdig som trener i Rosenborg. https://t.co/QjffBrHvKe — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) July 19, 2018 Hann tók við Rosenborgar-liðinu árið 2014 þegar að stórveldið í Þrándheimi var ekki búið að vinna Noregsmeistaratitilinn síðan 2010. Hann sneri við gengi liðsins og vann deildina 2015, 2016 og 2017 eða öll árin sem hann hefur stýrt liðinu. Kåre Ingebrigtsen verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus en þessi 52 ára gamli þjálfari var áður aðstoðarþjálfari VIking og aðalþjálfari Bodö/Glimt og Ranheim. Matthías Vilhjálmsson er leikmaður Rosenborgar og fær nú nýjan þjálfara.
Norðurlönd Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira