Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 16:30 Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira