Portúgal er úr leik á HM í Rússlandi eftir 2-1 tap fyrir Úrúgvæ í 16-liða úrslitunum í gær. Cristiano Ronaldo vildi ekki ræða um framtíð sína eftir leikinn.
Heimsmeistaratitillinn er eini stóri titillinn sem Ronaldo hefur ekki unnið á ferlinum. Hann verður 37 ára þegar HM hefst á ný í Katar 2022.
„Núna er ekki tíminn til þess að ræða framtíðina, hvorki leikmanna né þjálfara,“ sagði Ronaldo eftir leikinn í gær.
„Við erum með frábæran hóp af ungum leikmönnum með mikinn metnað og liðið mun halda áfram að vera á meðal þeirra bestu.“
Ronaldo: Ekki tíminn til þess að ræða framtíðina
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
