Jesse Lingard, leikmaður Manchester United og Englands, segir að Gareth Southgate hafi umturnað enska landsliðinu þegar hann tók við liðinu.
Lingard hefur átt fast sæti í byrjunarliði Southgate og skoraði meðal annars gegn Panama nú á dögunum.
„Eftir að hann tók við þá hefur þetta varið nokkurn veginn eins og bylting,“ sagði Lingard.
„Hann kom inn með mikið af frábærum hugmyndum og uppstilling hans hentar okkur mjög vel.“
„Liðið er mjög ungt en samt sem áður með nokkra reynslubolta, þannig liðsandinn er algjörlega frábær.“
Lingard var einnig spurður út í fyrrum liðsfélaga sinn, Radamel Falcao, sem hann mætir á þriðjudaginn.
„Hann er frábær framherji. Í vítateignum er hann algjörlega baneitraður, við munum vita af því.“
Leikur Englands og Kolómbíu fer fram á þriðjudaginn er liðið sem vinnur þann leik mætir annaðhvort Sviss eða Svíþjóð í 8-liða úrslitunum.
