Opinberar aftökur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. júlí 2018 10:00 Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun