Tölfræðin segir að De Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 10:30 David de Gea. Vísir/Getty David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira
David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira