Schmeichel eldri sendi hjartnæma kveðju á Twitter Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. júlí 2018 12:30 Peter Schmeichel fór mikinn í stúkunni í gær vísir/getty Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00