Bæði lið eru sögð vera að leita eftir markmanni en markverðir liðanna; Thibaut Courtois hjá Chelsea og Alisson hjá Roma eru sagðir á leið frá félögunum.
Schmeichel er 31 ára sem spilaði stóra rullu er Leicester urðu Englandsmeistarar öllum að óvörum árið 2016 en hann sýndi snilla sína á HM í gærkvöldi.
Hann varði þrjár vítaspyrnur er Danir duttu úr fyrir Króötum í vítaspyrnukeppni en hann kom Dönum í vítaspyrnukeppni eftir að hafa varið víti frá Luka Modric á loka andartökum leiksins.
Nú er að sjá og bíða hvað gerist hjá Schmeichel sem er á vörum heimsbyggðarinnar en hann hefur verið í röðum Leicester frá 2011 er hann kom frá Leeds United.
Tough to take. Gutted beyond words but so proud of this team! pic.twitter.com/VuwEwBOqsY
— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) July 1, 2018