Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur nú skilgreint tölvufíkn sem heilbrigðisvanda en ekki hefur verið mikið um úrræði hérlendis.
Börn niður í tveggja ára sýna einkenni ofnotkunar tölvuleikja að mati félagsfræðings, en mikilvægt sé að foreldrar líti í eigin barm og skoði viðveru sína í síma.
„Við gerum okkur ekki grein fyrir því að við erum að rétta börnunum okkar efni sem í rauninni geta orðið ávanabindandi, sem er stórkostlegt vandamál. Fleiri úrræði vanti til að bregðast við þessum vanda,“ segir Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur.
Þann 19. júlí mun Guðrún, ásamt Lovísu Maríu Emilsdóttur félagsráðgjafa, halda fyrirlestur fyrir foreldra um tölvunotkun barna þann 19. júlí. Hægt er að skrá sig hér.
Þorsteinn Kristjáns Jóhannesson, heldur úti fræðsluvef um tölvufíkn. Sjálfur fer hann í skóla og fræðir börn um hættur tölvuleikjanotkunar. Hann tekur undir með Guðrúnu.
„Nú í haust verður meðferðarúrræði sett af stað fyrir sjálfráða einstaklinga. Vonandi verður til slíkt úrræði fyrir börn í kjölfarið. Vöntunin er mikil,“ segir Þorsteinn.
Meðferðarúrræðið verður stofnað í samstarfi við sálfræðinginn Gunnar Örn Ingólfsson, en í ágúst verður hægt að skrá sig í meðferð.
Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst
Tengdar fréttir

Sjö ára börn spila skotleikinn Fortnite
Leikurinn er bannaður börnum yngri en tólf ára.

Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim
Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti.

Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm.