Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:00 Neymar í leiknum gegn Sviss í fyrstu umferðinni. vísir/getty Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira
Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira