Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:00 Neymar í leiknum gegn Sviss í fyrstu umferðinni. vísir/getty Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira