„Go Kane“ eða „cocaine“ á forsíðu The Sun: Kólumbíumenn skíthræddir við Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Harry Kane Vísir/Getty Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira
Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira