Færeyski framherjinn Jakup Thomsen hefur verið lánaður til FH og mun leika með liðinu í Pepsi-deild karla út þessa leiktíð.
Hann kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland en frá þessu er greint á heimasíðu danska liðsins í dag. Jakup er samningsbundinn Midtjylland til ársins 2022 en hann var á láni hjá dönsku B-deildarliði á síðustu leiktíð.
Jakup er 20 ára gamall og hefur leikið með U21 árs landsliði Færeyja undanfarin ár. Hjá FH hittir hann fyrir tvo landa sína, þá Gunnar Nielsen og Brand Olsen.
Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar þann 15.júlí næstkomandi og þá verður Jakup löglegur með FH.
Færeyskur framherji til FH
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn