Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 13:35 Ættingjar drengjanna voru himinlifandi þegar fregnir bárust af því að þeir hefðu fundist á lífi í hellinum Vísir/Getty Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent