Sumarmessan fór yfir bestu rúllurnar á HM til þessa í þætti sínum í gærkvöldi en margar stórkostlegar dýfur hafa átt sér stað til þessa.
„Ég tók saman mínar uppáhalds rúllur í mótinu. Þetta er tíföld skrúfa hjá Neymar sem ekkert margir eiga inni. Kannski Ospina gæti gert þetta,” sagði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur.
„Frábær rúlla. Tyrkinn hafði ekki áhuga á þessu en sjáiði hvað þetta er skemmtileg rúlla. Hann tekur þetta af miklum kviðstyrk,” bætti Hjörvar við og Gunnleifur Gunnleifsson var honum sammála.
Þetta sprenghlægilega myndband má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
