Mikil reiði í garð bandarískrar konu sem drap sjaldgæfan gíraffa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:49 Ein af myndunum sem Talley birti af sér á Facebook og er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. twitter Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni. Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni.
Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01
Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00
Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21