Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 09:30 Gareth Southgate 2018 og 1996. Vísir/Getty Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira