Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hefur verið kjörin í stjórn sprotafyrirtækisins Travelade. Í stjórn félagsins sitja einnig stofendur fyrirtækisins, Andri Heiðar Kristinsson og Hlöðver Þór Árnason, auk Heklu Arnardóttur frá Crowberry og Hjálmari Gíslasyni frá Investa.
Í tilkynningu kemur fram að félagið hafi síðastliðinn vetur lokið við 160 milljóna króna fjármögnun sem leidd var af Crowberry Capital.
„Katrín Olga Jóhannesdóttir er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Advania og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga sat áður í stjórn Icelandic Group, í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja. Hún starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Katrín Olga er BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Háskólanum í Óðinsvéum,“ segir í tilkynningunni.
Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn.
Katrín Olga í stjórn Travelade
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent