Eric Dier átti ekki að taka fimmtu vítaspyrnu Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 11:30 Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate fagnar Eric Dier eftir leikinn. Vísir/Getty Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira