Hákon Sigursteinsson ráðinn framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júlí 2018 11:48 Hákon Sigursteinsson sálfræðingur tekur við af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Mynd/Reykjavíkurborg Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga. Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga.
Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48
Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48