Fyrsti enski markvörðurinn til að vinna vítakeppni í 22 ár: Bara Falcao kom mér á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 18:30 Jordan Pickford fagnar vítamarkvörslu sinni. Vísir/Getty Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira