Lífgjafar sveitanna Magnús Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar