Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 19:30 Nýtt myndband af strákunum innan úr hellinum var birt í dag. vísir/ap Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18