Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 19:30 Nýtt myndband af strákunum innan úr hellinum var birt í dag. vísir/ap Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18