Hvítabjörn drap Kanadamann Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:47 Björninn var síðan skotinn til bana. BBC Kanadískur karlmaður lést eftir samskipti sín við hvítabjörn í norðurhluta landsins á þriðjudag. Maðurinn er sagður hafa fórnað lífi sínu svo að börnin hans gætu komist undan. Hinn 31 árs gamli Aaron Gibbons var ásamt börnum sínum á Sentry Island, vinsælu veiðisvæði í héraðinu Nunavut, vestan af Hudson-flóa þann 3. júlí síðastliðinn. Þar rákust þau á hvítabjörninn og er Gibbons sagður hafa hvatt börn sín til að flýja á meðan hann fangaði athygli bjarnarins. Börnin komust undan en Gibbons lést eftir að björninn réðst á hann. Síðar um daginn kom veiðimaður og skaut björninn til bana. Á vef breska ríkisútvarpsins er Gibbons lýst sem hetju. Hann hafi verið óvopnaður og brugðið illilega þegar hann sá hvítabjörninn hlaupa í átt að börnunum sínum. Dóttir hans, sem var með honum í för, hljóp að báti fjölskyldunnar og náði að hringja á hjálp. Andlát Gibbons er sagt mikið áfall í heimabæ hans Arviat, sem er í um 10 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem maðurinn lést. Hvítabirnir eru algeng sjón á þessum slóðum, ekki síst á þessum árstíma þegar þeir halda norður á bóginn. Talið er að um 840 hvítabirnir lifi villtir nærri bænum. Íbúar Arviat hafa lýst yfir áhyggjum af öryggi sínu vegna fjöldans en síðast lést maður eftir samskipti sín við hvítabjörn í héraðinu árið 2000. Þá er talið að tíðar heimsóknir ferðamanna, sem gagngert koma til að skoða birnina, hafi gert dýrin vanari mönnum - og þar af leiðandi eru þau síður hrædd við menn. Það kunni að skýra árásargirni þeirra. Dýr Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Kanadískur karlmaður lést eftir samskipti sín við hvítabjörn í norðurhluta landsins á þriðjudag. Maðurinn er sagður hafa fórnað lífi sínu svo að börnin hans gætu komist undan. Hinn 31 árs gamli Aaron Gibbons var ásamt börnum sínum á Sentry Island, vinsælu veiðisvæði í héraðinu Nunavut, vestan af Hudson-flóa þann 3. júlí síðastliðinn. Þar rákust þau á hvítabjörninn og er Gibbons sagður hafa hvatt börn sín til að flýja á meðan hann fangaði athygli bjarnarins. Börnin komust undan en Gibbons lést eftir að björninn réðst á hann. Síðar um daginn kom veiðimaður og skaut björninn til bana. Á vef breska ríkisútvarpsins er Gibbons lýst sem hetju. Hann hafi verið óvopnaður og brugðið illilega þegar hann sá hvítabjörninn hlaupa í átt að börnunum sínum. Dóttir hans, sem var með honum í för, hljóp að báti fjölskyldunnar og náði að hringja á hjálp. Andlát Gibbons er sagt mikið áfall í heimabæ hans Arviat, sem er í um 10 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem maðurinn lést. Hvítabirnir eru algeng sjón á þessum slóðum, ekki síst á þessum árstíma þegar þeir halda norður á bóginn. Talið er að um 840 hvítabirnir lifi villtir nærri bænum. Íbúar Arviat hafa lýst yfir áhyggjum af öryggi sínu vegna fjöldans en síðast lést maður eftir samskipti sín við hvítabjörn í héraðinu árið 2000. Þá er talið að tíðar heimsóknir ferðamanna, sem gagngert koma til að skoða birnina, hafi gert dýrin vanari mönnum - og þar af leiðandi eru þau síður hrædd við menn. Það kunni að skýra árásargirni þeirra.
Dýr Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira