FIFA skammar sendiherra sinn Diego Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 10:30 Diego Maradona í stúkunni á HM. Vísir/Getty Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira