Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Lögregluþjónar við almenningsgarð sem var girtur af eftir að karl og kona á fimmtugsaldri urðu fyrir taugaeitrinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26