Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Lögregluþjónar við almenningsgarð sem var girtur af eftir að karl og kona á fimmtugsaldri urðu fyrir taugaeitrinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent