Fyrirliði sænska landsliðsins svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:30 Andreas Granqvist. Vísir/Getty Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira