Íslenskur dómari á opna breska meistaramótinu í golfi í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 17:45 Hörður Geirsson og hin fræga Claret Jug. Mynd/Samsett/GSÍ og Getty Ísland mun bæði eiga keppanda og dómara á opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af risamótum ársins og fram fer á Carnoustie vellinum 19. til 22. júlí næstkomandi. Hörður Geirsson, alþjóðlegur golfdómari, verður við störf í sínu fagi á þessu risamóti en hann hefur einu sinni áður verið í hlutverki dómara á þessu risamóti. Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, verður síðan á meðal keppenda en hann er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem nær að komast inn á eitt af risamótunum fjórum. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni og birtirt einnig viðtal við Hörð. Honum var líka boðið að dæma á opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. „Í mótinu fylgja einn til tveir dómarar hverjum ráshópi. Kvöldið fyrir hvern leikdag fær maður tölvupóst með niðurröðun næsta dags og þá sér maður með hvaða ráshópi maður verður. Verkefnið snýst svo um að ganga með þeim ráshópi og vera tilbúinn að aðstoða. Hvenær sem er getur maður svo kallað eftir aðstoð í gegnum talstöðina, hvort sem er með því að fá annan dómara á staðinn eða beðið um að reynt sé að skoða sjónvarpsupptöku af einhverju sem hefur gerst. Að hringnum loknum þarf maður svo að skila af sér stuttri skýrslu um hringinn og þá úrskurði sem maður þurfti að kveða upp,“ lýsir Hörður starfi sínum á móti sem þessu. Hörður segir það vera mjög skemmtilegt að það verði íslenskur kylfingur í keppendahópnum að þessu sinni. „Allavega fyrir mig. Það er auðvitað stórkostlegt að við skulum eiga fulltrúa í mótinu og ég vona að hann nái að njóta þess í botn að spila í þessu umhverfi. Hann hefur unnið fyrir því. Ég reikna nú ekki með að vera settur dómari fyrir ráshópana sem Haraldur verður í en vonandi gefst mér tækifæri til að fylgjast eitthvað með honum spila,“ segir Hörður Geirsson en það má lesa allt viðtalið á golf.is með því að smella hér. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ísland mun bæði eiga keppanda og dómara á opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af risamótum ársins og fram fer á Carnoustie vellinum 19. til 22. júlí næstkomandi. Hörður Geirsson, alþjóðlegur golfdómari, verður við störf í sínu fagi á þessu risamóti en hann hefur einu sinni áður verið í hlutverki dómara á þessu risamóti. Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, verður síðan á meðal keppenda en hann er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem nær að komast inn á eitt af risamótunum fjórum. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni og birtirt einnig viðtal við Hörð. Honum var líka boðið að dæma á opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. „Í mótinu fylgja einn til tveir dómarar hverjum ráshópi. Kvöldið fyrir hvern leikdag fær maður tölvupóst með niðurröðun næsta dags og þá sér maður með hvaða ráshópi maður verður. Verkefnið snýst svo um að ganga með þeim ráshópi og vera tilbúinn að aðstoða. Hvenær sem er getur maður svo kallað eftir aðstoð í gegnum talstöðina, hvort sem er með því að fá annan dómara á staðinn eða beðið um að reynt sé að skoða sjónvarpsupptöku af einhverju sem hefur gerst. Að hringnum loknum þarf maður svo að skila af sér stuttri skýrslu um hringinn og þá úrskurði sem maður þurfti að kveða upp,“ lýsir Hörður starfi sínum á móti sem þessu. Hörður segir það vera mjög skemmtilegt að það verði íslenskur kylfingur í keppendahópnum að þessu sinni. „Allavega fyrir mig. Það er auðvitað stórkostlegt að við skulum eiga fulltrúa í mótinu og ég vona að hann nái að njóta þess í botn að spila í þessu umhverfi. Hann hefur unnið fyrir því. Ég reikna nú ekki með að vera settur dómari fyrir ráshópana sem Haraldur verður í en vonandi gefst mér tækifæri til að fylgjast eitthvað með honum spila,“ segir Hörður Geirsson en það má lesa allt viðtalið á golf.is með því að smella hér.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira