Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Mannvits. Hann tekur við stöðunni af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur sem nýlega lét af störfum.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Örn hafi lokið meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School árið 1998 og hafi undanfarin þrjú ár gengt stöðu fjármálastjóra Mannvits.
„Hann vann fyrir skilanefnd og slitastjórn Kaupþings 2009-2014 og hjá Símanum og Skiptum 2000-2009. Örn hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á Íslandi og erlendis í tengslum við störf sín hjá Mannviti, Kaupþingi og Skiptum,“ segir í tilkynningunni.
Mannvit fann nýjan forstjóra innanhúss

Tengdar fréttir

Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi.