Þakklátir þjálfaranum fyrir að sjá um drengina í hellinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 23:30 Fjölmargir hafa beðið fyrir utan hellakerfið til að fá fregnir og sýna stuðning. Vísir/Getty Foreldrar drengjanna sem fastir hafa verið í hellinum í Taílandi undanfarna eru margir hverjir þakklátir þjálfara þeirra fyrir hvernig hann hefur séð um þá á meðan þeir bíða eftir björgun. Hann var í þjálfun til þess að verða munkur, áður en hann yfirgaf klaustrið til þess að sjá um veika ömmu sína.Fjallað er um þjálfarann, hinn 25 ára gamla Ekapol Chanthawong, á vef Washington Post undir yfirskriftinni „Hvernig hinn 25 ára gamli fyrrverandi munkur hefur haldið taílenska knattspyrnuliðinu á lífi.“Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort að Ekapol beri ábyrgð á því að drengirnir séu fastir í hellinum þar sem hann hafi haft umsjón með þeim í ferðinni örlagaríku.Í frétt Washington Post kemur þó fram að ekki séu allir á þeirri skoðun, og allar síst sumir af foreldrum drengjanna.„Ef hann hefði ekki farið með þeim, hvað hefði þá orðið um barnið mitt,“ er haft eftir Pornchai Khamluang úr viðtali við taílenska sjónvarpsstöð. „Þegar hann kemur út þá verðum við að græða hjarta hans. Minn kæri Ek, ég gæti aldrei kennt þér um.“Þessari mynd hefur verið deilt víða.Litið á hann sem guðlegt afl Ekapol er sagður vera einn af þeim sem er hvað mest veikburða eftir hátt í tveggja vikna dvöl í heillinum, ekki síst vegna þess að hann lét drengjunum eftir það takmarkaða magn af mat og vatni sem þeir höfðu meðferðis inn í hellinn. Þá hefur hann einnig kennt drengjunum að hugleiða og hvernig þeir ættu að haga sér til þess að spara sem mesta orku áður en þeir fundust.Í frétt Washinton Post er meðal annars tekið fram að margir í Taílandi líti á Ekapol sem nánast guðlegt afl sem sendur hafi verið til þess að taka drengina undir sinn verndarvæng á meðan þeir dvelji í hellinum. Til marks um það megi nefna mynd sem dreift hefur verið víða og sjá má hér til hlíðar. Hún sýnir Ekapol sitjandi með fæturnar krosslagðar, líkt og munkur, með tólf litla villigelti í örmum sínum.„Hann elskaði þá meira en sjálfa sig,“ segir vinkona hans Joy Khampai í samtali við Washington Post en Ekapol starfaði sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs drengjanna en einnigsem aðstoðarmaður í klaustri. Baðst afsökunar og lofaði að sjá um drengina Rætt er við yfirþjálfara liðsins sem segir að Ekapol hafi aðstoðað sig við að búa til þjálfunarkerfi þar sem reynt var að tengja saman árangur á knattspyrnuvellinum við árangur í skóla. Fengu drengirnir til að mynda umbun í formi skópara og búninga tækist þeim að ná fyrirfram ákveðnum árangri á skólabekk. „Ég lofa að sjá eins vel og hægt er um strákana. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn og ég vil biðjast afsökunar,“ skrifaði Ekapol til foreldra drengjanna sem kafarar komu með úr hellinum í dag. Enn er óvíst hvenær hægt verður að bjarga drengjunum og þjálfaranum úr hellinum en kafarar hafa sagt að næstu dagar séu besti tíminn til þess að reyna að ná þeim út áður en rignir meira. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Foreldrar drengjanna sem fastir hafa verið í hellinum í Taílandi undanfarna eru margir hverjir þakklátir þjálfara þeirra fyrir hvernig hann hefur séð um þá á meðan þeir bíða eftir björgun. Hann var í þjálfun til þess að verða munkur, áður en hann yfirgaf klaustrið til þess að sjá um veika ömmu sína.Fjallað er um þjálfarann, hinn 25 ára gamla Ekapol Chanthawong, á vef Washington Post undir yfirskriftinni „Hvernig hinn 25 ára gamli fyrrverandi munkur hefur haldið taílenska knattspyrnuliðinu á lífi.“Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort að Ekapol beri ábyrgð á því að drengirnir séu fastir í hellinum þar sem hann hafi haft umsjón með þeim í ferðinni örlagaríku.Í frétt Washington Post kemur þó fram að ekki séu allir á þeirri skoðun, og allar síst sumir af foreldrum drengjanna.„Ef hann hefði ekki farið með þeim, hvað hefði þá orðið um barnið mitt,“ er haft eftir Pornchai Khamluang úr viðtali við taílenska sjónvarpsstöð. „Þegar hann kemur út þá verðum við að græða hjarta hans. Minn kæri Ek, ég gæti aldrei kennt þér um.“Þessari mynd hefur verið deilt víða.Litið á hann sem guðlegt afl Ekapol er sagður vera einn af þeim sem er hvað mest veikburða eftir hátt í tveggja vikna dvöl í heillinum, ekki síst vegna þess að hann lét drengjunum eftir það takmarkaða magn af mat og vatni sem þeir höfðu meðferðis inn í hellinn. Þá hefur hann einnig kennt drengjunum að hugleiða og hvernig þeir ættu að haga sér til þess að spara sem mesta orku áður en þeir fundust.Í frétt Washinton Post er meðal annars tekið fram að margir í Taílandi líti á Ekapol sem nánast guðlegt afl sem sendur hafi verið til þess að taka drengina undir sinn verndarvæng á meðan þeir dvelji í hellinum. Til marks um það megi nefna mynd sem dreift hefur verið víða og sjá má hér til hlíðar. Hún sýnir Ekapol sitjandi með fæturnar krosslagðar, líkt og munkur, með tólf litla villigelti í örmum sínum.„Hann elskaði þá meira en sjálfa sig,“ segir vinkona hans Joy Khampai í samtali við Washington Post en Ekapol starfaði sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs drengjanna en einnigsem aðstoðarmaður í klaustri. Baðst afsökunar og lofaði að sjá um drengina Rætt er við yfirþjálfara liðsins sem segir að Ekapol hafi aðstoðað sig við að búa til þjálfunarkerfi þar sem reynt var að tengja saman árangur á knattspyrnuvellinum við árangur í skóla. Fengu drengirnir til að mynda umbun í formi skópara og búninga tækist þeim að ná fyrirfram ákveðnum árangri á skólabekk. „Ég lofa að sjá eins vel og hægt er um strákana. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn og ég vil biðjast afsökunar,“ skrifaði Ekapol til foreldra drengjanna sem kafarar komu með úr hellinum í dag. Enn er óvíst hvenær hægt verður að bjarga drengjunum og þjálfaranum úr hellinum en kafarar hafa sagt að næstu dagar séu besti tíminn til þess að reyna að ná þeim út áður en rignir meira.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15