Tveir kafarar fylgja hverjum dreng í kapphlaupi við rigninguna Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 10:13 Kafarar sérsveitar taílenska sjóhersins birtu þessa mynd af sér áður en þeir héldu niður í hellinn. Vísir/EPA Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018 Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira