„Ég held að hann verði áfram, það held ég,“ sagði Luka Modric, miðjumaður Króatíu þegar hann var spurður út í framtíð samherja síns hjá Real Madrid, Cristiano Ronaldo.
Orðrómar þess efnis að Cristiano Ronaldo sé á förum frá Real Madrid hafa verið áberandi frá síðasta leik Madridarliðsins á liðnu tímabili, þar sem liðið sigraði Liverpool í úrslitaleik Meistardeildarinnar. Í leikslok talaði Ronaldo um feril sinn sinn með liðinu í fortíð.
Ronaldo hefur verið sterklega orðaður við ítölsku meistarana í Juventus upp á síðkastið, en Luka Modric gefur lítið fyrir það.
„Ég tel ekki að hann sé á förum og ég vona að hann verði áfram. Hann er besti leikmaður í heimi. Hann skiptir miklu máli fyrir liðið og vonandi verður hann áfram.“
Modric telur að Ronaldo verði áfram hjá Real Madrid
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið





Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti
Fleiri fréttir
